Stefán Einar Stefánsson, sjónvarpsstjarna í Spursmálum Morgunblaðsins og Sara Lind Guðbergsdóttir, lögfræðingur og framkvæmdastjóri Climeworks á Íslandi, eru búin að selja parhús sitt við Mosagötu.
Þau settu húsið á sölu eftir að leiðir skildi en Stefán Einar greindi frá breyttum fjölskylduhögum síðasta vor.
Parhús þeirra Stefáns Einars og Söru Lindar er 224 fm að stærð og var reist 2018. Húsið var tilbúið til innréttinga þegar Sara Lind og Stefán Einar festu kaup á húsinu og var það innréttað á smekklegan hátt með ljósum innréttingum í eldhúsi með kampavínslituðum marmaraborðplötum.
Elísa Björg Sveinsdóttir og Craig William Morton eru kaupendur hússins og greiddu þau 185.000.000 kr. fyrir það.
Smartland óskar Elísu og Craig til hamingju með húsið og Stefáni Einari og Söru Lind góðs gengis.