Þórunn og Jón keyptu 206 milljóna raðhús

Þórunn Elísabet Bogadóttir og Jón Benediktsson hafa fest kaup á …
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Jón Benediktsson hafa fest kaup á raðhúsi í Vesturbænum. Ljósmynd/Fasteignavefur mbl.is

Þórunn Elísabet Bogadóttir fjölmiðlakona og annar umsjónarmaður Morgunvaktarinnar á Rás 1 og eiginmaður hennar, Jón Benediktsson hugbúnaðarverkfræðingur, hafa fest kaup á raðhúsi. Um er að ræða 190,9 fm raðhús sem reist var 1982. 

Þessi raðhús í Vesturbæ Reykjavíkur eru eftirsótt. Húsið er á tveimur hæðum og hefur verið endurnýjað mikið. Eldhús og stofa renna saman í eitt og úr rýminu er aðgengi út í garð. Það loftar líka vel á milli hæða en á efri hæðinni er hátt til lofts og vítt til veggja. 

Búið er að taka baðherbergi í gegn á nýmóðins hátt. Þar eru fallega lagðar flísar og hvítar innréttingar í forgrunni. 

Þórunn Elísabet og Jón keyptu húsið af Jóni Ara Helgasyni og Ingibjörgu Þóru Sæmundsdóttur og greiddu fyrir það 206.500.000 kr. 

Fyrir þá sem hafa ekki legið yfir Íslendingabók þá má minnast á það að Þórunn Elísabet er dóttir Boga Ágústssonar fréttamanns á RÚV sem er reglulegur gestur í þætti dóttur sinnar á RÚV. Það er þó ekki bara Þórunn Elísabet sem á þekktan pabba því Jón er sonur Benedikts Jóhannessonar fyrrverandi fjármálaráðherra og fyrrverandi formanns Viðreisnar. Móðir Jóns heitir Vigdís Jónsdóttir og móðir Þórunnar Elísabetar heitir Jónína María Kristjánsdóttir. Þær hafa verið minna í sviðsljósinu en feðurnir. 

Smartland óskar Jóni og Þórunni til hamingju! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda