Arndís keypti 305 milljóna einbýli

Arndís Thorarensen hefur fest kaup á fallegu húsi við Stigahlíð. …
Arndís Thorarensen hefur fest kaup á fallegu húsi við Stigahlíð. Hér er hún með hundinn Togga. Ásdís Ásgeirsdóttir

Einbýlishúsin við Stigahlíð eru eftirsótt og vinsæl. Í mars var eitt slíkt hús auglýst til sölu. Húsið er 350,3 fm að stærð og reist 1989. Búið er að taka húsið mikið í gegn og það hefur verið endurnýjað að utan og innan. Innanhússhönnun var í höndum AVH arkitekta og Hönnu Stínu og voru allar innréttingar sérsmíðaðar hjá HBH. 

Ásett verð var 319.000.000 kr. þegar húsið fór á sölu. 

Nú hefur það verið selt á örlítið lægra verði eða 305.000.000 kr. 

Kaupendur hússins eru hjónin Guðmundur Bjarni Sigurðsson og Arndís Thorarensen sem reka Júní sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í stafrænum lausnum. Arndís er þekkt í viðskiptalífinu og hefur gert góða hluti. Eitt af fyrstu verkunum þegar Júní var stofnað var að gera heimilishundinn að markaðsstjóra. Það hefur greinilega virkað vel. 

Smartland óskar Arndísi og Guðmundi til hamingju með húsið! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda