Skúli og Karlotta selja efri sérhæð við Rauðalæk

Skúli og Karlotta eru augljóslega góð í fallegum litasamsetningum.
Skúli og Karlotta eru augljóslega góð í fallegum litasamsetningum. Samsett mynd

Við Rauðalæk í Reykjavík er falleg 172 fm íbúð til sölu. Íbúðin vekur athygli fyrir þær sakir að litavalið innan íbúðarinnar er einstaklega skemmtilegt. Veggirnir eru málaðir í ljósbrúnum lit og virðist eins og aðrir litir séu valdir inn gaumgæfilega. 

Eigendur íbúðarinnar eru þau Skúli B. Geirdaln grafískur hönnuður og Karlotta Halldórsdóttir hagfræðingur. Þau eru stofnendur hönnunarstúdíósins R57 en fyrirtækið varð einmitt til í íbúðinni.

„R57 byrjaði sem lítil sæt hugmynd í eldhúsinu okkar á Rauðalæk 57 um að stofna hönnunarstúdíó sem leggur áherslu á hönnun sem bætir það umhverfi sem við búum í og gefur af sér,“ sagði Karlotta í viðtali við Smartland árið 2022.

Íbúðin er mikið endurnýjuð efri sérhæð með tvennum svölum og góðu útsýni. Íbúðinni fylgir herbergi í kjallara með sér baðherbergi og eldunaraðstöðu ásamt bílskúr sem hefur verið innréttaður sem íbúð. Báðar þessar einingar eru í útleigu. 

Þrjú svefnherbergi eru innan íbúðar. Gott flæði er á milli eldhúss, borðstofu og stofu sem er í einu björtu alrými. Nýlegt harðparket er á gólfum. Úr stofunni er gengið út á stórar svalir sem ná yfir tvær hliðar hússins.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Rauðalækur 57

Eldhúsið er opið inn í borðstofuna og býr til persónulegt …
Eldhúsið er opið inn í borðstofuna og býr til persónulegt og heillandi rými.
Einstaklega hlý og notaleg stemning sem myndast með litavalinu.
Einstaklega hlý og notaleg stemning sem myndast með litavalinu.
Plöntur eru á víð og dreif um íbúðina.
Plöntur eru á víð og dreif um íbúðina.
Liturinn á veggnum er einstaklega hlýr.
Liturinn á veggnum er einstaklega hlýr.
Tvennar svalir eru innan íbúðarinnar og eru aðrar þeirra yfirbyggðar …
Tvennar svalir eru innan íbúðarinnar og eru aðrar þeirra yfirbyggðar að hluta.
Dökkgræni liturinn í svefnherberginu er smekklegur og passar vel við …
Dökkgræni liturinn í svefnherberginu er smekklegur og passar vel við dökkbrúnu gardínurnar.
Barnaherbergið er einnig hlýlegt en þrjú svefnherbergi eru innan íbúðarinnar.
Barnaherbergið er einnig hlýlegt en þrjú svefnherbergi eru innan íbúðarinnar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda