Áhrifafólk úr viðskiptalífinu keypti höll við sjóinn

Húsið er við Skildingatanga 2 í Reykjavík.
Húsið er við Skildingatanga 2 í Reykjavík. Samsett mynd

Við Skildingatanga í Reykjavík er að finna einstakt einbýlishús sem reist var 1968. Húsið er 448 fm að stærð og var teiknað af Kjartani Sveinssyni byggingartækifræðingi. Það vakti athygli þegar það var auglýst til sölu í vor. Það hefur nú verið selt á 485.000.000 kr. 

Kaupandi hússins er félagið Solsten Sagas ehf., sem er í eigu Ingvars Jóhanns Péturssonar og Hlaðgerðar Kládíu Jóhannesdóttur. Ingvar hefur lengst af búið í Bandaríkjunum en hann flutti þangað fimm ára gamall með foreldrum sínum árið 1962. Hann var áhrifamaður í bandarísku viðskiptalífi í áratugi, starfaði meðal annars með Bill Gates og Steve Jobs, var framkvæmdastjóri hjá bókunarfyrirtækinu Expedia og síðar hjá Nintendo of America. 

Nú eru hjónin hætt að vinna og kjósa að ferðast og hvar er betra að búa á Íslandi en alveg við sjávarsíðuna þar sem úfið Atlantshafið sést óhindrað út um gluggann. 

Félag Ingvars og Hlaðgerðar keypti húsið af félaginu Gula húsið ehf. sem er í eigu Jóns Aðalbjörns Jónssonar. Fyrr á þessu ári keypti Jón einbýlishús við Suðurgötu 26 ásamt manni sínum, Runólfi Vigfúsi Jóhannssyni. Húsið keyptu þeir af Ríkissjóði Íslands á 435.000.000 kr. Húsið við Suðurgötu er hannað af Guðjóni Samúelssyni.

Smartland óskar Ingvari og Hlaðgerði til hamingju með þetta fallega hús! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda