Raðhús í Fossvoginum eru eftirsótt og því kemur ekki á óvart þótt þó seljist fljótt og örugglega. Í maí var eitt slíkt auglýst til sölu en það er við Goðaland í Fossvogi. Goðaland er neðarlega í hverfinu sem gerir það að verkum að þar ríkir veðursæld og almenn gleði. Þetta hús var teiknað af Guðmundi Kr. Guðmundssyni arkitekt. Það er 200 fm að stærð og var reist 1969.
Gatan hefur að geyma raðhús sem búa yfir töluverðri sérstöðu því þau eru á einni hæð sum hver, sem er óvenjulegt. Flest raðhús í hverfinu eru á pöllum en hverfið er byggt að sænskri fyrirmynd.
Nú hefur húsið verið selt. Nýir eigendur eru Sigurður Kári Árnason og Elín Dís Vignisdóttir. Þau greiddu 175.000.000 kr. fyrir húsið.
Smartland óskar Sigurði og Elínu hjartanlega til hamingju með húsið!