Forsetaframbjóðandi selur 270 milljóna íbúð

Íbúðin við Ægisíðu er glæsileg.
Íbúðin við Ægisíðu er glæsileg. Samsett mynd

Pétur Kristján Hafstein lögfræðingur, fyrrum hæstaréttardómari og forsetaframbjóðandi hefur sett glæsilega íbúð við Ægisíðu á sölu. Pétur á þriðjungshlut í íbúðinni á móti eiginkonu sinni, Ingibjörgu Ástu Hafstein, og syni þeirra Pétri Hrafni Hafstein. Íbúðin hefur verið í eigu þeirra þriggja síðan 2012. Þegar þau festu kaup á íbúðinni var Rut Káradóttir innanhússarkitekt ráðin í vinnu og sá hún um að endurhanna íbúðina. 

Forsetaframbjóðendurnir Pétur Kristján Hafstein, Guðrún Agnarsdóttir og Ástþór Magnússon 1996. …
Forsetaframbjóðendurnir Pétur Kristján Hafstein, Guðrún Agnarsdóttir og Ástþór Magnússon 1996. Myndin var tekin í sjónvarpssal fyrir lokaumræður kosningabaráttunnar. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Pétur Kristján bauð sig fram til embættis forseta Íslands 1996 og varð í öðru sæti á eftir Ólafi Ragnari Grímssyni sem gegndi embættinu til 2016.

Íbúðin við Ægisíðu er 270 fm að stærð og sérlega glæsileg. Fallegir gluggar prýða íbúðina og er útsýni út á Atlantshaf og yfir til Bessastaða. 

Húsið við Ægisíðu er tvíbýlishús.
Húsið við Ægisíðu er tvíbýlishús. Fasteignavefur mbl.is
Íbúðin er máluð í hlýjum gráum tónum sem fara vel …
Íbúðin er máluð í hlýjum gráum tónum sem fara vel við hljóðfæri og myndlist. Fasteignavefur mbl.is

Gunnar Ólafsson arkitekt teiknaði húsið sem var reist 1953. Húsið hefur fengið gott viðhald í gegnum tíðina og er garðurinn í kringum húsið vel hirtur. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Ægisíða 72

Stór og myndarlegur gluggi prýðir stofuna.
Stór og myndarlegur gluggi prýðir stofuna. Fasteignavefur mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda