Hjónin Gissur Rafn Jóhannsson og Gyða Þórðardóttir hafa fest kaup á 245.000.000 kr. íbúð í Lundi í Kópavogi. Íbúðin er sérlega glæsileg og telur 185,1 fm. Húsið sjálft var reist 2018.
Um er að ræða penthouse-íbúð í þessu húsi með fallegu útsýni. Íbúðina keyptu þau af Þórði Ágústssyni og Guðrúnu Gísladóttur og greiddu fyrir hana 245.000.000 kr.
Arkitektar blokkarinnar eru Guðmundur Gunnlaugsson hjá Archus og Gunnar Páll Kristinsson hjá Rýma arkitektum. VSB Verkfræðistofa sá um verkfræðihönnun og raflagnahönnun. Þegar íbúðirnar voru auglýstar til sölu fyrst kom fram að það væru sérsmíðar innréttingar frá Brúnás í þessari íbúð. Hún var hins vegar ekki auglýst til sölu heldur var seld í skúffunni.
Smartland óskar Gissuri og Gyðu til hamingju með íbúðina!