Eva María Árnadóttir sviðsstjóri samfélags og sjálfbærni hjá Listaháskóla Íslands og eiginmaður hennar, Trausti Stefánsson, hafa sett fallegt raðhús sitt í Seljahverfi á sölu. Um er að ræða 268 fm hús á góðum stað í hverfinu.
Húsið var reist 1976 og hefur verið endurnýjað töluvert.
Það sem vekur athygli þegar húsið er skoðað er hvað það er fallega innréttað. Eva María og Trausti eru smekkfólk og er listaverkum raðað fallega á veggi í bland við húsgögn sem koma úr ólíkum áttum.
Flísar eru á gólfi í eldhúsi og stofu og setja þær tóninn þegar kemur að heimilinu. Ef gólfið er fallegt þá er allt frekar fínt. Í stofunni eru sérsmíðaðar hillur sem eru lakkaðar í sama lit og veggirnir og gefa þeir rýminu dýpt. Stofa og eldhús eru samliggjandi og er hátt til lofts í stofunni.
Í húsinu er líka sauna sem var sérsmíðuð fyrr á þessu ári.
Hægt er að skoða húsið nánar á fasteignavef mbl.is: Brekkusel 30