Snoturt 198 milljóna Sigvaldahús við Kleifarveg

Í stofunni er arinn sem setur svip á rýmið.
Í stofunni er arinn sem setur svip á rýmið. Fasteignavefur mbl.is

Við Kleifarveg í Reykjavík er að finna snoturt 240 fm einbýlishús sem reist var 1955. Húsið er teiknað af Sigvalda Thordarsyni og státar af fallegum húsmunum. 

Húsið er á tveimur hæðum og stendur á fallegum stað með útsýni yfir bæinn, sundin blá og Snæfellsjökul. 

Eldhúsið var nýlega gert upp. Þar eru dökkar innréttingar í forgrunni og fallegur steinn á borðplötum. Veggir í eldhúsinu eru málaðir í hlýjum sveppalit sem flæðir í inn í fleiri rými hússins. 

Í stofunni er fallegu arinn sem er smekklega hannaður og yfir borðstofuborðinu eru upprunaleg ljós sem hanga niður úr loftinu. Stiginn upp á efri hæðina er listaverk út af fyrir sig með koníakslituðu handriði sem leiðir að vegg þar sem er að finna ljósmyndir eftir Jón Kaldal, einn fyrsta portrett-ljósmyndara Íslands. Þar má sjá ljósmyndir af Kjarval, Steini Steinari, Ástu Sigurðardóttur og fleira listafólki þess tíma. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Kleifarvegur 1

Stiginn er fallega hannaður en hann leiðir fólk að ljósmyndavegg …
Stiginn er fallega hannaður en hann leiðir fólk að ljósmyndavegg þar sem verk eftir Jón Kaldal ljósmyndara eru í forgrunni. Fasteignavefur mbl.is
Hjálmurinn á arninum er handhamraður.
Hjálmurinn á arninum er handhamraður. Fasteignavefur mbl.is
Stórir gluggar prýða stofuna.
Stórir gluggar prýða stofuna. Fasteignavefur mbl.is
Í eldhúsinu er nýleg innrétting í dökkum lit.
Í eldhúsinu er nýleg innrétting í dökkum lit. Fasteignavefur mbl.is
Steinninn á borðplötunum fer vel við gólf og veggi.
Steinninn á borðplötunum fer vel við gólf og veggi. Fasteignavefur mbl.is
Á veggjunum er hlýr sveppalitur.
Á veggjunum er hlýr sveppalitur. Fasteignavefur mbl.is
Horft úr eldhúsi inn í borðstofu.
Horft úr eldhúsi inn í borðstofu. Fasteignavefur mbl.is
Horft inn í eldhús og borðstofu.
Horft inn í eldhús og borðstofu. Fasteignavefur mbl.is
Þegar upp á efri hæðina er komið tekur við heill …
Þegar upp á efri hæðina er komið tekur við heill heimur af fegurð. Fasteignavefur mbl.is
Hér er horft inn í stofu og upp stigann.
Hér er horft inn í stofu og upp stigann. Fasteignavefur mbl.is
Ljósmyndaveggurinn með verkum eftir Jón Kaldal nýtur sín á báðum …
Ljósmyndaveggurinn með verkum eftir Jón Kaldal nýtur sín á báðum hæðum. Fasteignavefur mbl.is
Speglaborð og PH-lampi fara hvort öðru vel.
Speglaborð og PH-lampi fara hvort öðru vel. Fasteignavefur mbl.is
Bak við arininn er sjónvarpsherbergi.
Bak við arininn er sjónvarpsherbergi. Fasteignavefur mbl.is
Stofan er fallega innréttuð.
Stofan er fallega innréttuð. Fasteignavefur mbl.is
Blár sófi afmarkar stofu og borðstofu.
Blár sófi afmarkar stofu og borðstofu. Fasteignavefur mbl.is
Úr hjónaherberginu er fallegt útsýni en hægt er að ganga …
Úr hjónaherberginu er fallegt útsýni en hægt er að ganga út á svalir úr herberginu. Fasteignavefur mbl.is
Í húsinu er að finna huggulega heimaskrifstofu.
Í húsinu er að finna huggulega heimaskrifstofu. Fasteignavefur mbl.is
Nýlega var gestasalerni flísalagt upp á nýtt.
Nýlega var gestasalerni flísalagt upp á nýtt. Fasteignavefur mbl.is
Húsið var teiknað af Sigvalda Thordarsyni.
Húsið var teiknað af Sigvalda Thordarsyni. Fasteignavefur mbl.is
Garðurinn í kringum húsið er stór og mikill.
Garðurinn í kringum húsið er stór og mikill. Fasteignavefur mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda