Emmsjé Gauti og Jovana keyptu einbýlishús á Nesinu

Emmsjé Gauti og Jovana Schally hafa fest kaup á einbýlishúsi …
Emmsjé Gauti og Jovana Schally hafa fest kaup á einbýlishúsi á Seltjarnarnesi. Samsett mynd

Íslenski rapparinn Emmsjé Gauti, eða Gauti Þeyr Másson eins og hann heitir í raun og veru, og Jovana Schally eiginkona hans, hafa fest kaup á einbýlishúsi á Seltjarnarnesi. Um er að ræða 229,5 fm einbýlishús sem reist var 1955. Húsið stendur á friðsælum og góðum stað á Seltjarnarnesi.

Nágrannar eru heldur ekki af verri endanum. Einn fyndnasti maður Íslands, Ari Eldjárn býr í götunni og líka glæpasagnahöfundur Íslands, Arnaldur Indriðason. Þar búa líka Þórir Snær Sigurjónsson kvikmyndaframleiðandi og eiginkona hans, Elsa María Jakobsdóttir leikstjóri. 

Emmsjé Gauti og Jovana greiddu 176.000.000 kr. fyrir húsið! 

Á dögunum settu þau íbúð sína við Grandaveg á sölu en heimili hjónanna er afar fallega innréttað og mjög flott í alla staði. Smartland fjallaði ítarlega um það þegar íbúðin fór á sölu í september. 

Smartland óskar hjónunum til hamingju með nýja heimilið! 

Húsið er á tveimur hæðum og fallega hannað.
Húsið er á tveimur hæðum og fallega hannað. Fasteignavefur mbl.is
Í kringum húsið er myndarlegur garður.
Í kringum húsið er myndarlegur garður. Fasteignavefur mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda