Íslenski rapparinn Emmsjé Gauti, eða Gauti Þeyr Másson eins og hann heitir í raun og veru, og Jovana Schally eiginkona hans, hafa fest kaup á einbýlishúsi á Seltjarnarnesi. Um er að ræða 229,5 fm einbýlishús sem reist var 1955. Húsið stendur á friðsælum og góðum stað á Seltjarnarnesi.
Nágrannar eru heldur ekki af verri endanum. Einn fyndnasti maður Íslands, Ari Eldjárn býr í götunni og líka glæpasagnahöfundur Íslands, Arnaldur Indriðason. Þar búa líka Þórir Snær Sigurjónsson kvikmyndaframleiðandi og eiginkona hans, Elsa María Jakobsdóttir leikstjóri.
Emmsjé Gauti og Jovana greiddu 176.000.000 kr. fyrir húsið!
Á dögunum settu þau íbúð sína við Grandaveg á sölu en heimili hjónanna er afar fallega innréttað og mjög flott í alla staði. Smartland fjallaði ítarlega um það þegar íbúðin fór á sölu í september.
Smartland óskar hjónunum til hamingju með nýja heimilið!