Greipur Gíslason verkefnastjóri býr í gömlu verkamannabústöðunum við Ásvallagötu. Hann kann að meta húsgögn með sögu og vill hafa snyrtilegt í kringum sig.
Í þáttunum Heimilislíf heimsækir Marta María Jónasdóttir áhugavert fólk sem kann að gera fallegt í kringum sig.
Greipur ákvað til dæmis að skipta ekki um eldhús eða opna á milli borðstofu og stofu því hann segir það hentugt að geta haft eldhúsið lokað.