Heimilislíf: Með risastórt heimskort í stofunni

Dr. Eiríkur Bergmann hefur búið í þessu fallega húsi í Vesturbænum í rúmlega tíu ár ásamt fjölskyldu sinni. Hann er með risastórt heimskort úr IKEA í stofunni og segir að það sé mikið notað. Bæði til að skipuleggja ferðalög eða fara yfir heimsfréttirnar hverju sinni. 

Eiríkur er höfundur skáldsögunnar Samsærisins sem kom út á dögunum en bókina skrifaði hann heima hjá sér. Vinnuherbergi hans er í kjallaranum og segist Eiríkur ekki hleypa neinum þangað inn og því var hann að fara langt út fyrir þægindarammann þegar hann var heimsóttur. 

„Röð og regla fer mér ekkert sérstaklega vel,“ segir hann um vinnuherbergi sitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál