Heimilislíf: „Ég er mottusjúk“

Harpa Pétursdóttir lögmaður og eigandi Area Art kann að gera fallegt í kringum sig. Heimili hennar og fjölskyldunnar er heillandi, litríkt og fallegt. 

Það sem er svolítið nýtt og ferskt við heimilið er að Harpa þorir að taka áhættu. Hún valdi til dæmis flottustu flísarnar í búðinni til að setja á eldhúsið þótt hún vissi að þær væru ekki klassískar og hún gæti hugsanlega fengið leið á þeim. Hún veit nefnilega að það er betra að láta hjartað ráða för. 

mbl.is