Heimilislíf: Þrifin eru andleg leikfimi

Sævar Þór Jónsson lögmaður þekkir heimili sitt afar vel því hann ólst upp í húsinu sem hann og maður hans og sonur búa í. Persónulegur stíll einkennir heimili þeirra og kýs Sævar Þór að blanda saman nútíð og þátíð. 

Sævar Þór er mikill snyrtipinni og veit til dæmis fátt betra en að vakna um helgar, fá sér kaffi og þrífa. Hann er þó lítið í ediksblöndunum heldur notar sápu og vatn. 

mbl.is