Heimilislíf: Ekki handlagin og breytir sjaldan

Leikkonan María Heba flutti í Hafnarfjörð fyrir níu árum og segist elska bæjarbraginn sem einkennir sveitarfélagið. Í bárujárnshúsinu með rauðu hurðinni gilda ákveðnar reglur en þær eru að fjölskyldumeðlimir séu glaðir og góðir. 

María Heba leikur þessa dagana í sýningunni Lóaboratoríum sem sýnd er í Borgarleikhúsinu en handritið er skrifað af Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur og er sett upp af Sokkabandinu í samvinnu við Borgarleikhúsið. 

María Heba var afslöppuð og glöð þegar við heimsóttum hana á dögunum. 

mbl.is