Heimilislíf: Ég hrífst af einföldum hlutum

Ragna Sara Jónsdóttir, eigandi hönnunarfyrirtækisins Fólk, býr vel í Vesturbæ Reykjavíkur ásamt eiginmanni sínum, Stefáni Sigurðssyni, og fjórum börnum. 

Fallegir hlutir með notagildi prýða heimilið og er hugsað út í hvert smáatriði. Hún leggur mikið upp úr því að allir hlutir inni á heimilinu fari vel með jörðina og hikar ekki við að kaupa notuð húsgögn.

Fyrirtækið Fólk leggur áherslu á að vörur fyrirtækisins séu framleiddar á ábyrgan hátt. Fólk verður með vörur sínar sýnilegar á hönnunarhátíðinni HönnunarMars sem fram fer í þessum mánuði. 

mbl.is