„Ég er mjög skipulögð heimilistýpa“

Hildur Björnsdóttir lögfræðingur og maður hennar, Jón Skaftason, hafa búið í tíu mánuði í þessari fallegu íbúð í Vesturbænum. Þau gerðu íbúðina upp á ógnarhraða eða á tveimur mánuðum og er útkoman heillandi. Þau bjuggu um tíma í Lundúnum og er smekkurinn töluvert litaður af því. 

Hildur segist eiga sér tvær hliðar, eina mjög ferkantaða og skipulagða og aðra mjög skapandi, en hennar stærsta áhugamál er að gera upp húsnæði. Síðustu vikur og mánuði hefur Hildur verið á ferð og flugi en hún skipar 2. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. 

mbl.is