Flutti inn á æskuheimili eiginkonunnar

Karl Pétur Jónsson, oddviti Viðreisnar, býr á Seltjarnarnesi ásamt Tinnu Ólafsdóttur eiginkonu sinni og börnum þeirra. Hann féll fyrir húsinu um leið og hann kom þangað inn en húsið var í eigu tengdaföður hans, Ólafs Ragnars Grímssonar. 

Karl Pétur og Tinna gerðu húsið að sínu, breyttu eldhúsi, gólfefnum og fleiru til þess að gera heimilið hvað notalegast. Hann segir að það sé hvergi betra að búa en á Seltjarnarnesi en út um eldhúsgluggann hefur hann útsýni á Esjuna sem er eins og eitt stórt listaverk. 

Karl Pétur ákvað að fara nýjar leiðir áður en við heimsóttum hann og þreif heimilið með ediksblöndu Sólrúnar Diego. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál