Það má spila fótbolta í stofunni

Katrín Atladóttir býr ásamt eiginmanni sínum, Sveini F. Sveinssyni, og tveimur börnum í Laugardalnum. Heimilið er bjart og huggulegt en hún leggur áherslu á að allir fái að njóta sín á heimilinu. Þar má til dæmis spila fótbolta í stofunni. 

Katrín er forritari hjá CCP og skipar sjötta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún er fjölskyldumanneskja sem elskar að fara út að hjóla. Í hverri viku tekur hún tíma fyrir sig til að sinna sínu áhugamáli. 

mbl.is