Bryndís hefur flutt allavega 50 sinnum

Bryndís Torfadóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri SAS á Íslandi hefur örugglega flutt 50 sinnum um ævina og er mjög góð í að koma sér fyrir á smekklegan hátt. Og það tekur hana ekki nema korter eða svo. Heimilið er sérsniðið fyrir hana og ömmubörnin sem hún elskar út af lífinu. 

Bryndís flutti í splunkunýja íbúð við Grandaveg í Reykjavík í vetur og elskar bæði útsýni og yfirbyggðar svalir í tvær áttir. Bryndísi hef ég þekkt frá um 10 ára aldri og er hún ein af þeim konum sem hafa veitt mér innblástur í gegnum tíðina. Með jákvæðnina að vopni gerast töfrarnir. 

Þetta er síðasti Heimilislífs-þáttur vetrarins en þættirnir hefja göngu sína næsta haust. Smartland þakkar fyrir frábærar viðtöku - takk fyrir að horfa! 

mbl.is