Baldur Rafn á fallegt heimili í Kópavogi

Baldur Rafn Gylfason, hárgreiðslumeistari og eigandi bpro, er glysgjarn í eðli sínu en eftir að hann gekk í hjónaband hefur hann þurft að tempra sig aðeins. Hann er gestur Heimilislífs þessa vikuna. 

Baldur Rafn býr ásamt eiginkonu sinni, Sigrúnu Bender flugmanni, og börnum í fallegu raðhúsi í Kópavogi sem fjölskyldan keypti fokhelt fyrir um áratug. Baldur Rafn er nokkuð handlaginn og nýtur góðs af því að pabbi hans hefur hjálpað honum mikið í gegnum tíðina en allar innréttingar í húsinu koma frá Hegg. 

Í fyrra smíðaði Baldur Rafn verönd í garðinn ásamt föður sínum en eins og sést í þættinum er hún engin smásmíði. 

mbl.is