Fallegt hjá Fjólu á Seltjarnarnesi

Fjóla G. Friðriksdóttir á sérstaklega fallegt og klassískt heimili á Seltjarnarnesi. Hún og eiginmaður hennar, Haraldur Jóhannsson, byggðu húsið fyrir tæplega 40 árum en síðan hafa þau breytt því heilmikið, byggt lítillega við það sem gerði það að verkum að þau fengu auka glugga sem vísar út á sjó. 

Þeir sem fylgjast vel með í íslenska snyrtivöruheiminum þekkja Fjólu vel því hún rak heildsöluna Forval í 30 ár sem flutti inn Chanel og fleiri lúxusmerki. Eftir að þau seldu heildsöluna ætlaði hún að setjast í helgan stein en kunni ekki við sig. Hún hefur alltaf unnið mikið og finnst skemmtilegra þegar hún er með mörg járn í eldinum. Þess vegna fór hún að hanna og láta framleiða baðlínuna Spa of Iceland sem kom á markað á síðasta ári. 

mbl.is