Dóri DNA: Við erum í stöðugri hreiðurgerð

Dóri DNA og eiginkona hans, Magnea Þóra Guðmundsdóttir arkitekt, hafa búið sér fallegt heimili í Skerjafirðinum. Þar búa þau ásamt þremur börnum. Þetta verkefni, að gera upp íbúðina, er ekki alveg búið heldur eru þau í miðju kafi. 

Arkitektinn Magnea hannar heimilið og svo gerir Dóri sitt besta og reynir að framkvæma hugmyndir hennar með hamar og nagla í hendi. Hann neyddist nefnilega til þess að læra að smíða eftir að þau kynntust. 

Það er mikið að gera hjá Dóra DNA sem er nýlega búinn að gefa út sína fyrstu skáldsögu sem heitir Kokkáll. Hún fjallar um hinn dæmigerða íslenska nútímamann sem við sjáum á Instagram og lifir „fullkomnu“ lífi. 

„Sama hvað við höfum það gott þá finnum við okkur leið til að láta okkur líða illa,“ segir Dóri DNA þegar hann er spurður út í þetta.

mbl.is