„Ég er ekki mikill hönnuður í mér“

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR býr í fallegu húsi í Árbænum. Þar býr hann ásamt eiginkonu sinni, Guðbjörgu Ingunni Magnúsdóttur, og börnunum þeirra fimm og hundinum David Bowie. 

Áður en Ragnar Þór og fjölskylda fluttu inn voru gerðar miklar breytingar á heimilinu. Skipt var um eldhúsinnréttingu og baðherbergi, skipt var um parket og skipt um glugga svo eitthvað sé nefnt. Hann segir að þetta hafi verið mikið ferðalag og hafi náðst á mettíma þótt þetta hafi verið mikið brjálæði. 

mbl.is