Elín Edda í Heimilislífi á morgun

Bíður þú spennt/ur eftir næsta þætti af Heimilislífi? Ef svo er þá þarftu ekki að bíða lengi því í fyrramálið kemur splunkunýr þáttur inn á Smartland Mörtu Maríu. 

Gesturinn að þessu sinni er Elín Edda Árnadóttir búningahönnuður og myndlistarmaður. Heimili hennar og Sverris Guðjónssonar eiginmanns hennar er engu líkt. 

„Ég er mjög mikið fyrir ákveðna fagurfræði í fylgihlutum. Ég er stöðugt að færa hluti til og breyta og ég nota mikið reykelsi,“ segir Elín Edda sem fæst við marga spennandi hluti þessa dagana en hún er þó sér í lagi að undirbúa sýningu sína á töskum sem fram fer á HönnunarMars í lok júní. 

mbl.is