Breytti geymslunni í fataherbergi

Þórunn Pálsdóttir verkfræðingur og fasteignasali á Mikluborg festi kaup á íbúð í Garðabænum í byrjun ársins. Hún tók íbúðina í gegn, skipti um eldhúsinnréttingu, gólfefni og gerði baðherbergið upp. Hún býr ein með syni sínum og segir að það hafi ákveðna kosti að þurfa ekki að taka tillit til neins. 

„Ég féll fyrir útsýninu hérna, maður sér Snæfellsjökul og Bessastaði út um gluggann,“ segir Þórunn. 

Í íbúðinni var geymsla í íbúðinni og ákvað Þórunn að breyta hluta af geymslunni í fataherbergi enda á Þórunn mikið af fatnaði. 

mbl.is