Þetta gerist eftir að Anna Þóra svæfir manninn sinn

Anna Þóra Björnsdóttir, eigandi Sjáðu, er gestur Heimilislífs en þátturinn birtist á morgun á Smartlandi. Í þættinum segir hún frá því að stundum gerist það að hún geti ekki sofnað á kvöldin. Þá svæfir hún eiginmann sinn, Gylfa Björnsson, nær í Visa-kortið hans og fer inn á síður á netinu. Stundum verður hún svo æst yfir innkaupunum að nágrannarnir halda að hún sé að fá raðfullnægingu. 

mbl.is