Tobba fann hamingjuna í gulu einbýlishúsi í Vesturbænum

Tobba Marinósdóttir flutti fyrir nokkrum árum í gult einbýlishús í Vesturbæ Reykjavíkur. Þar býr hún með eiginmanni sínum, Karli Sigurðssyni, og tveimur dætrum. Hún er ein af þeim sem vilja hafa hreint heima hjá sér og alls ekki skítugt. Stíllinn á heimilinu er svolítið hefðarkattarlegur. Í stofunni er blátt flauelssófasett og eru veggirnir málaðir í fjólugráum tón. 

Tobba segist hafa fallið fyrir húsinu þar sem það hafi verið svo góður andi þar. Hún segist hafa fundið það strax að hamingjan byggi í húsinu. 

mbl.is
Loka