Handleggsbrotnaði við að byggja húsið

Heimili Gerðar Huldar Arinbjarnardóttur býr yfir ríkri sögu. Hún er búin að búa lengi í húsinu en foreldrar hennar byggðu það árið 2007. Fyrst eignaðist hún íbúðina á neðri hæðinni en smám saman hefur hún eignast meira og meira í húsinu. Nú býr hún á efri hæðinni en faðir hennar á þeirri neðri. 

Gerður er kraftmikil og lætur verkin tala. Þegar hún var kornung stofnaði hún hjálpartækjaverslunina Blush sem hefur síðan þá vaxið og dafnað. Fyrir um þremur árum fann Gerður ástina og fljótlega flutti kærastinn inn til hennar. Hann starfaði hjá Wow air þegar þau kynntust og fljótlega eftir að sambandið hófst fór flugfélagið í gjaldþrot. Þau ákváðu að hann myndi vinna tímabundið í Blush en þar er hann enn svo þau vinna ekki bara saman heldur búa saman. Gerður segir að þau séu langt frá því að vera komin með nóg af hvort öðru.

Í viðtalinu segir Gerður frá því þegar hún handleggsbrotnaði við að hjálpa til við byggingu hússins en það er í eina skiptið sem hún hefur brotið bein. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál