„Skemmtilegasta sem ég veit er að hanga með kærastanum mínum“

Lögfræðingurinn Hildur Sverrisdóttir býr ásamt kærasta sínum, Gísla Árnasyni, í einstakri íbúð í 101. Þau festu kaup á íbúðinni í fyrra og fluttu inn fyrir jólin. Þau hafa gert íbúðina að sinni á leifturhraða. Aðra hvora viku búa þau fimm í íbúðinni, Hildur og Gísli og afkvæmi hans þrjú, en hina vikuna eru þau tvö. 

Skipulagið á íbúðinni er mjög gott og hún er á tveimur hæðum sem gerir það að verkum að það að pláss fyrir alla. Hildur segir að heimilið eigi að endurspegla þau og þeirra tilveru. Þessa dagana er heimilið undirlagt því Hildur býður sig fram í 3.-4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Heimilið er því bæði heimili og kosningaskrifstofa. 

„Við vinnum bæði talsvert mikið en við slökum líka mikið á. Við erum mjög heimakær og eigum auðvelt með að slaka á og hafa það huggulegt. Við förum í göngutúra og finnst yndislegt að búa í miðbænum. Við erum ekki mikið ævintýrafólk. Við erum frekar lágstemmd í tilverunni.“

mbl.is