Valgerður keypti húsið tvisvar

Valgerður Halldórsdóttir sérfræðingur í stjúptengslum býr í stórkostlegu húsi í Hafnarfirði. Húsið býr yfir ríkri sögu og hefur Valgerður mikla tengingu við húsið því hún hefur fest kaup á því tvisvar. Hún keypti það upphaflega með fyrri manni sínum en þegar leiðir skildi keypti hún hann út úr húsinu og lagði mikið á sig til þess að geta gert það.

Þegar ég spyr Valgerði út í þetta segist hún hafa unnið eins og skepna til að láta enda ná saman. Til þess að geta haldið áfram að lifa og hafa gaman hefur hún oft notað húsið í íbúðaskipti. Hún segist ekki vera neitt feimin við það enda ekkert inni á hennar heimili sem ekki þoli dagsljósið. 

Stíllinn hennar Valgerðar er litríkur og skemmtilegur. Hún hefur unun af fallegri myndlist og í húsinu má sjá mikið af bókum og veggfóðraða veggi. 

Það er þó ekki hægt að tala við Valgerði nema spyrja hana út í sérsvið hennar, sem eru stjúptengsl. Hvað geta íslenskar stjúpfjölskyldur gert betur? Hvað veldur togstreitu í sambúð hjá stjúpfjölskyldum og hvers vegna fara börn í stjúpfjölskyldum fyrr að heiman? Þessum spurningum svarar hún í þættinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál