Sambandið styrktist við að gera draumahúsið upp

Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri og Heimir Sverrisson leikmyndahönnuður eru einstakt par. Sköpunarkrafturinn ræður ríkjum á heimili þeirra en fyrir nokkru síðan festu þau kaup á einbýlishúsi nokkru sem þau keyptu af Gunnari Smára Egilssyni.

Þegar þau festu kaup á húsinu vildu þau gera það að sínu en um leið bera virðingu fyrir hönnun hússins. Það er því margt í húsinu sem minnir á fyrri tíma þótt allt sé nýuppgert. Eins og til dæmis gulu flísarnar á baðherberginu og í eldhúsinu. 

Brynhildur segir að hún sé svolítill mexíkani í sér og eigi það til að velja mjög glaða liti á veggi ef hún ræður för. Heimir hefur hinsvegar svolítið aðra sýn en hann vinnur við að að búa til leikmyndir fyrir auglýsingar og kvikmyndir og hefur einstaka næmni fyrir því að blanda hlutum saman. Hann kann að búa til þetta „zen“ sem gerir það að verkum að fólki líður einstaklega vel heima hjá sér. 

Hann vildi til dæmis hafa strigaveggfóður í húsinu og fann slíkt í Bretlandi og eru nokkrir veggir í húsinu veggfóðraðir með því. Það gefur yfirbragði hússins skemmtilegt yfirbragð. Í eldhúsinu vildu þau hafa létta stemningu og lítið af efri skápum. 

Eins og sést á þessum nýjasta Heimilislífs-þætti þá eru Brynhildur og Heimir ekki bara góð í því að gera fallegt í kringum sig heldur líka ferlega skemmtileg! 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál