Vinkona Völu kemur reglulega í heimsókn til þess að fara í bað

Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur býr í Mosfellsdal ásamt Ásgeiri Ragnarssyni eiginmanni sínum og börnum þeirra. Þau féllu fyrir bjálkahúsi en Vala sagði frá því í þættinum Heimilislífi hvernig þau hjónin hefðu endað í sveitinni. Í húsinu eru nokkur baðherbergi og er eitt af aðalbaðherbergjunum mjög sérstakt því baðkarið er staðsett beint fyrir neðan þakgluggann á húsinu.  

Af hverju er baðkarið nákvæmlega hérna?

„Við fengum þetta baðkar í Þýskalandi og okkur fannst mikilvægt að hafa það beint undir þakglugganum svo við gætum legið hér og horft á stjörnurnar og norðurljósin. Og á alla þessa fegurð sem himinninn skartar,“ segir Vala. 

Maður er að missa af lífinu að hafa ekki legið í baðkari með útsýni upp í himinhvolfið?

„Já, nákvæmlega. Að horfa á stjörnurnar dansa. Ég á meira að segja vinkonu sem kemur hingað reglulega bara til að fara í bað,“ segir Vala. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda