Viltu slá í gegn í eldhúsinu um jólin?

Nautalund Wellington klikkar aldrei.
Nautalund Wellington klikkar aldrei.

Ævintýraþyrstir hamfarakokkar geta aldeilis slegið um sig í eldhúsinu um jólin ef þeir fara eftir þessari uppskrift sem er ættuð úr Kjöthöllinni. Kjötiðnaðarmennirnir sem þar starfa hafa áratuga reynslu af því að matreiða kjöt á sem bestan hátt og ef þú fylgir þessari uppskrift verður þú mögulega maður ársins á heimilinu! 

Ekta Wellington-nautalund,

fyrir fjóra, eða 800 g nautalund

salt og nýmalaður pipar

500 g smjördeig, helst útflatt

200 g sveppir

1 laukur

150 g skinka eða hráskinka

100 g smjör

½ dl vatn + 1 msk. kjötkraftur

brauðmylsna (helst franskbrauð)

1 msk. söxuð steinselja

Byrjið á því að saxa lauk, sveppi og skinku smátt og steikið vel í smjöri ásamt steinselju. Bætið vatni út á ásamt kjötkrafti og þykkið með brauðmylsnu.

Kryddið nautalundina með flögusalti og nýmöluðum pipar og brúnið á pönnu rétt til að loka kjötinu.

Fletjið smjördegið út í ca. ½ cm þykka köku.

Smyrjið fyllingunni á deigið, leggið lundina á fyllinguna og lokið deiginu utan um allt saman.

Þrýstið brúnum deigsins saman með gaffli, skreytið með afskurðinum og penslið deigið með þeyttu eggi.

Bakið í 25 mín. í 150 °C heitum ofni.

Mjög gott er að bera fram með bernaise eða brúnni sósu, bökuðum kartöflum og grænmeti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál