Gefðu hugmyndafluginu lausan tauminn

Jólakúlurnar festar saman.
Jólakúlurnar festar saman.

Það er gaman að föndra sitt eigið jólaskraut. Það er alger óþarfi að kaupa tilbúnar jólakúlur þegar þú getur búið til þína eigin útfærslu af jólakúlum. Þegar þú ert búin/n að græja kúlurnar má skreyta heimilið með þeim – nú eða jafnvel þræða þær upp á band og búa til jólaskraut sem hægt er að hengja þvert yfir stofuna. Í versluninni Panduro Hobby í Smáralind fæst allt í jólaföndrið og koma þessar hugmyndir þaðan.

Jólakúlulengja

• Hvernig eigum við að bera okkur að? Byrjaðu á því að vefja vír með jurtagarni.

• Þá eru kúlurnar skreyttar á mismunandi vegu til að fá ólíka áferð.

• Hér er notað sprey til að lakka glerkúlurnar að utan og Panduro-hobbílakk til að mála þær að innan.

• Þá eru pakkabönd sett inn í glerkúlurnar.

• Þæfð ull sett utam um frauðkúlu.

• Svo eru jólakúlur búnar til úr pappírshringjum sem eru límdir saman.

Könglakúla

• Veljið fallega litatóna af pappír með mismunandi áferð.

• Gatið litla hringi úr pappírnum með þar til gerðum gatara.

• Límið hringina á glerkúlurnar með límbyssu og byrjið út frá miðjunni og vinnið ykkur upp að hankanum.

• Ef hankinn er í röngum lit má spreyja hann í öðrum lit. Dúskakúla Búið til dúsk úr pakkaborða.

• Fjarlægið hanka og setjið dúskinn inn í kúluna.

• Festið hanka aftur á kúluna og hún er tilbúin.

Glimmerkúla

• Fjarlægið hanka af glerkúlu.

• Setjið lakk inn í jólakúluna, gott að nota einnota dropateljara.

• Hellið glimmeri inn í kúluna og festið hankann aftur á og hristið þar til hún er þakin glimmeri að innan.

• Þræðið litlar jólakúlur saman og festið við hankann á glimmerkúlunni og hengið upp.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál