Hefur aldrei verið með jólatré

Þegar Auður Gná, eigandi heimilisfylgihlutamerkisins Further North og vefsíðunnar islanders.is, er spurð hvort hún sé mikið jólabarn hlær hún við enda segist hún jafnan ekki skreyta mikið. Þá viðurkennir hún að jólaskapið láti venjulega ekki á sér kræla fyrr en í fyrsta lagi á Þorláksmessu. 

„Ég er ekki mikið jólabarn í þeim skilningi að ég leggi heimilið undir miklar skreytingar. Ég hugsa að ég hafi vanist af því þegar ég bjó í Barcelona þar sem lítið stúss var í kringum jólin. Þar er fyrirkomulagið annað, þótt það sé rosalega mikið skreytt á götum úti skreytir fólk heimili sín ekki mikið. Ég er þó mjög hrifin af aðventunni og finnst gaman að geta notað hana í að fara út að borða og fleira í þeim dúr. Ég kemst eiginlega ekki almennilega í jólagír fyrr en á Þorláksmessu, eða aðfangadag, og þá er það meira matarlykt og jafnvel tónlist sem mér finnst skipta máli. Ég er til dæmis alin upp við að borða rjúpur en það er ákveðin lykt af villibráð sem kemur mér í jólaskap,“ segir Auður Gná. Hún bætir einnig við að hún hafi ekki vanið sig á að kaupa mikið af jólaglingri fyrir hátíðirnar.

„Ég tek stundum dót sem ég á og skreyti það, eða endurraða og set kerti í öðrum lit í stjaka. Ég er ekki mikið í því að kaupa dót. Að mínu mati er auðvelt að fá þennan jólalega blæ með öðrum hætti. Fyrir mér er þetta frekar spurning um rauð kerti í stjaka, mandarínur í skál, gott ilmkerti og þetta klassíska.“

Þegar Auður Gná er spurð hvort hún lumi á góðum ráð til að laða fram jólastemningu með litlum tilkostnaði segir hún að sniðugt sé að tína til skrautmuni sem þegar séu til á heimilinu, auk þess sem slaufur geti gefið gömlum munum jólalegan blæ.

„Ein jólin var ég með ljósaseríur ofan í blómapottum, en ég hef til dæmis aldrei verið með jólatré. Auðvitað eru ljósaseríur ótrúlega hátíðlegar og kosta varla neitt. Ég er mjög þakklát þegar ég labba um í skammdeginu og sé alla þessa glugga sem skreyttir eru með fallegum seríum. Ég verð mjög glöð í hjartanu þótt ég skreyti sjálf lítið með þeim,“ segir Auður Gná, en hver skyldi uppskrift hennar að ánægjulegum jólum vera?

„Góð uppskrift að jólum myndi ég segja að væri góður félagsskapur, gómsætur matur, góð tónlist og afslöppun.“

Auður Gná ætlar engu að síður að stinga af yfir jólin og eyða þeim erlendis, enda sé það stemningin sem skipti mestu máli.

„Ég sting af og verð hugsanlega úti bæði yfir jól og áramót. Ég kem þó til með að eyða jólunum í Kaupmannahöfn. Það er stemningin sem skiptir máli um jólin. Sama hvort það er heima eða að heiman. Hugsanlega mun ég síðan fljúga til Barcelona og eyða áramótunum þar, en ég hef verið að vinna verkefni þar úti. Mér finnst það líka fínt því það er alltaf gaman að brjóta þetta aðeins upp. Ég kvarta allavega ekki yfir þessu, enda er þetta hið besta plan,“ segir Auður Gná, hress í bragði.

Eliza fór að ráðum Smartlands

18:00 Eliza Reid forsetafrú klæddist ljósum sokkabuxum og ljósum skóm í sænsku konungshöllinni. Lesendur Smartlands þekkja þetta ráð en dökkir skór og ljósar sokkabuxur getur verið varhugaverður kokteill. Meira »

Regnhlífahattar í rigninguna

16:00 Í haust- og vetrarlínu Fendi má finna fjölmörg höfuðföt. Það voru ekki bara derhúfur og skíðahúfur heldur líka sérstakir regnhattar sem gætu komið í stað gamla sjóhattsins. Meira »

Margrét María og Guðmundur selja

13:00 Guðmundur Pálsson sem hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Baggalút hefur sett raðhús sitt og eiginkonu sinnar, Margrétar Maríu Leifsdóttur, á sölu. Meira »

María Sigrún á von á barni

10:10 María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður og Pétur Árni Jónsson eiga von á þriðja barninu. María Sigrún er gengin 22 vikur og er von á dóttur í vor. Fyrir eiga hjónin tvö börn. Smartland óskar hjónunum til hamingju með óléttuna. Meira »

Fagurkerinn Guðrún Björg

08:00 Guðrún Björg Sigurðardóttir ber það með sér að hún er mikill fagurkeri. Hún hefur ferðast víða og búið m.a. í Bretlandi. Um tíma heimsótti hún Rússland reglulega og varð fyrir miklum áhrifum þaðan. Meira »

Geirvörtur og snípur afar næm svæði

Í gær, 23:59 „Nú er staðan sú að ég nýt þess ekki þegar eiginmaður minn örvar geirvörturnar og snípinn. Þessir staðir eru mjög næmir og mér finnst slík örvun yfirþyrmandi.“ Meira »

Frekjukast í flugtaki

í gær Öll eigum við sögur um hræðileg flug. Ég flaug einu sinni í tólf tíma frá Kenya til Íslands og öll klósett voru orðin stífluð, enginn matur var til í vélinni og vatnið búið. Tvisvar var millilent en ekki var hægt að ná í vistir, ó nei. Í annað sinn sat ég með eldri konu frá Kambódíu nánast í fanginu. Meira »

Heimilistrendin 2018

Í gær, 21:00 Góðra hugmynda til að fegra heimilið er hvergi betra að leita en á Pinterest. Pinterest hefur gert spá um hvaða stefnur verði heitastar á árinu 2018. Meira »

Heimilið fullkomnað með hönnunarrusli

í gær Kim Kardashian er nýbúin að gera upp húsið sitt og veit að heimili er ekki fullkomnað nema með fínum ruslatunnum. Raunveruleikastjarnan á ekki bara handtöskur frá Louis Vuitton. Meira »

Ragnar og Ingibjörg eiga von á barni

í gær Einn dáðasti listamaður þjóðarinnar, Ragnar Kjartansson, á von á barni með eiginkonu sinni, Ingibjörgu Sigurjónsdóttur.   Meira »

Sjö ráð til að feika ferskleikann

í gær Ertu búin að liggja í flensu, horfa á Netflix fram eftir nóttu eða einfaldlega buguð í skammdeginu? Vissulega er sniðugt að drekka meira vatn, koma sér í ræktina og fara snemma að sofa en stundum þurfum við að framkalla ferskleikann á augabragði og hér eru nokkur ráð og vörur sem hjálpa þér á ögurstundu. Meira »

„Aukin þörf á hæfum stjórnendum“

í gær Guðrún Snorradóttir markþjálfari er einn helsti sérfræðingur landsins í jákvæðri sálfræði. Hún hefur verið að fara inn í fyrirtæki með lausnir fyrir stjórnendur, bæði einstaklinga og hópa. Meira »

Kyn­lífið sem fólk hræðist

í fyrradag Stellingar sem reyna á færni sem er auðveldara að þjálfa upp í fimleikasal heldur en upi í rúmi vekja frekar hræðslutilfinningu en þægilegt og rólegt kynlíf uppi í rúmi. Meira »

Frábær frumsýning

15.1. Það var glatt í hjalla þegar Efi var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fer með aðalhlutverk sýningarinnar. Meira »

Hvað ertu tilbúin að ganga langt?

15.1. Það var glatt á hjalla í Borgarleikhúsinu þegar verkið Medea var frumsýnt. Í salnum sitja konur öðrum megin og karlar hinum megin. Kynjaskiptur salur er hluti af upplifun sýningarinnar og má hver og einn ráða hvorum megin hann situr. Meira »

Bað eða sturta, hvort borgar sig?

15.1. Þegar baðherbergið er tekið í gegn vaknar oft sú spurning hvort eigi að velja baðker eða góðan sturtuklefa. Þetta skiptir ekki síst máli þegar selja á húsnæðið. Meira »

Ríkir velja sér vini öðruvísi

15.1. Ertu meðvitaður um hvernig fólk vinir þínir eru og hvernig þeir geta hjálpað þér? Margir milljónamæringar velja vini sína vel löngu áður en þeir byrja að græða. Meira »

Arnar og María eiga von á barni

15.1. Arnar Gunnlaugsson og María Builien Jónsdóttir eiga von á barni. 16 ára aldursmunur er á parinu en Arnar er 44 ára og María 28 ára. Meira »

Ragnhildur og Hanna selja Logalandið

15.1. Hanna Katrín Friðriksson og Ragnhildur Sverrisdóttir hafa sett glæsilegt raðhús sitt við Logaland á sölu. Það sem er einstaklega gott við húsið er að bílskúrinn er áfastur, ekki í sérlengju. Meira »

Hversu oft þarf að þrífa heimilið?

14.1. Heimilisþrif eru ekki bara viðfangsefni Sólrúnar Diego heldur hafa vísindin sitthvað að segja um hversu oft skal þrífa heimilið. Meira »