Lofar að hætta að reykja 2018

Einar Ágúst jólaði sig í gang í ár og gaf ...
Einar Ágúst jólaði sig í gang í ár og gaf út jólalag. ljósmynd/Gassi

Tónlistarmaðurinn Einar Ágúst Víðisson segist hafa átt svolítið erfitt yfir jólin og hátíðirnar. Í ár ætlar hann hins vegar að hafa það gott um jólin og var að gefa út sitt fyrsta sóló jólalag, Tendrum minningar

„Myrkrið og stressið fer illa í mann sem hefur ofsakvíða og þunglyndi sem förunaut. Í ár ákvað ég að jóla mig í gang og gera jólalag og taka svolítið vel á því að láta ekki yfirborðskenndina sem einkennir þennan tíma hafa áhrif á mig og mitt líf. Ég hef passað mig að hafa bara yfirdrifið nóg að gera á þessum tíma og þá er allt í gúddí eins og maður segir,“ segir Einar Ágúst. 

Er allt klappað og klárt fyrir jólin? 

„Það á eftir að kaupa tvær til þrjár gjafir en annars jú, allt klárt nema kannski maturinn. Það á aðeins eftir að versla en nægur tími til stefnu þannig að þetta er ekkert stress. Þetta svona kemur eiginlega upp í hendurnar á mér, hvað á að gefa hverjum og svo framvegis. Ég skelli mér bara af stað út í búð og það detta strax inn „réttu“ jólagjafirnar. Mitt líf gengur alltaf best þannig.“

Hvernig er aðfangadagur hjá þér?

„Voða rólegur, ég er bahá'íi og held sjálfur ekki upp á þennan tíma en er auðvitað alinn upp við þetta og tek þátt með vinum og vandamönnum og bý í samfélagi sem tekur þessa siðvenju tveimur höndum. Þannig að tími minn snýst um að fagna og gleðjast með öðrum fremur en að setja mig í einhverjar trúariðkunarstellingar gagnvart jólunum.“

Einar Ágúst söng á jólatónleikum í byrjun desember og stendur ...
Einar Ágúst söng á jólatónleikum í byrjun desember og stendur sjálfur fyrir styrtkartónleikum 21. desember. ljósmynd/Gassi

Hvað er ómissandi á jólunum?

„Fríið.“ 

Hvað er besta jólagjöf sem þú hefur fengið? 

„Þær eru fjölmargar en efst er hálsmen sem ég fékk að gjöf með nöfnum sona minna á. Það er allra fallegasta jólagjöf sem ég hef fengið. Hitti beint í mark og gamli steinlá.“

Hvað er besta jólagjöf sem þú hefur gefið?

„Sko ef ég hef gefið gjöf sem ekki hefur hitt í mark þá er meðvirknin á þessari hátíð á blússandi túrbókeyrslu hjá flestum og enginn sem þorir beinlínis að kvarta og ég get ekki beint metið hver hún er, sú besta. Kannski að vera bara í lagi og til staðar fyrir vini og vandamenn? Það hefur nú ekki alltaf verið þannig. Hef átt alveg dramatísk jól í tómu veseni með sjálfan mig en það er nú löngu liðin tíð. Mér finnst flottasta jólagjöfin sem ég hef gefið þegar boðið var upp á að kaupa nafn á ónefndar plánetur. Ég lét skíra eina stjörnu í höfuðið á þáverandi ást minni og meira grand verður það ekki held ég.“

Hvað langar þig í í jólagjöf?

„Ég þarf nú ekki neitt en ég er eitthvað voða „swag“ fyrir ilmolíulömpum þessa dagana, dagsljósavekjaraklukkum og lofthreinsitækjum, svona afjónunargræjum. Þetta er eitthvað blæti eða þráhyggja þessa dagana. Ekki það að mig vanti þetta nokkuð.“

Hvernig leggst nýja árið í þig?

„Sko, ef ég held mig við að rækta minn innri mann, taka ábyrgð á heilsu minni andlegri og líkamlegri getur fátt klikkað. Ég gæti líka kannski alveg dottið af baki með þann lífsstíl og farið í gremjukallinn sem er mér stundum kær en nei veistu, ég er nokkuð brattur bara. Þetta verður geggjað. Í febrúar kemur út ný íslensk bíómynd sem ég leik í. Þar leik ég sjálfan mig meira að segja. Getur þetta eitthvað orðið betra?“

Hvaða markmið ætlarðu að setja þér fyrir árið 2018?

„Ég hef reykt í yfir 20 ár, en ég setti pressu á mig og sagði fylgjendum mínum á Snapchat (einagust) að nú myndi ég hætta og setti það út í kosmósið og er þar undir eftirliti með það. Nú er ég „all in“ í að hætta og hvað þá eftir að það kemur á Smartlandið. Þetta er mökkuð pressa en þetta skal hafast og gengur vel og er klárlega það sem skiptir mestu máli. Ég get ekki svikið hann Ása son minn lengur með það loforð að hætta þessum viðbjóði. Jú, svo ætla ég að gera meiri tónlist, Lofaði sjálfum mér því. Reykja minna, meiri músík.“

Einar Ágúst vill gefa af sér fyrir jólin og ætlar að halda styrktartónleika í Duus-húsi í Reykjanesbæ fimmtudaginn 21. desember klukkan níu. „Ég skora á tónlistarmenn sem eru lausir þetta kvöld í tvö til fjögur lög að girða í brók og senda mér skilaboð til dæmis á Facebook ef þeir vilji leggja málefninu lið. Það er allt of mikið af fólki í basli, allt of, allt of mikið og það stendur til að úthluta gjafabréfum til fólks sem hefur lítið á milli handanna. Koma svo,“ segir Einar Ágúst að lokum. 

mbl.is

Á vit nýrra ævintýra í Oxford

20:00 Þorvaldur Davíð hefur ákveðið að taka tilboði um að stunda MBA nám við Oxford háskóla í vetur. Hann dregur því tilbaka umsókn sína um stöðu bæjarstjóra á Seyðisfirði og segir okkur meira um málið. Meira »

Segir hollt mataræði fela átröskun

18:00 Nigella Lawson segir það fara eftir því hvað er í tísku hvað teljist hollt. Að hennar mati er hollt mataræði ekki alltaf af því góða. Meira »

Er Gabbana að missa vitið?

15:00 Enn og aftur kemur Stefano Gabbana fram í sviðsljósið með taktlausa hegðun sem ekki hefur sést áður á sviði tísku og hönnunar. Hann gerir grín að eigin herferð. Meira »

Frikki Dór setti brúðkaupið í uppnám

12:00 Helena Guðlaugsdóttir og Brynjúlfur Guðmundsson eru að fara gifta sig þann 6. október. Tónleikar í tónlistarmannsins Friðriks Dórs Jónssonar í Kaplakrika settu óvænt strik í reikninginn en sjálf höfðu þau pantað veislusal í húsinu. Meira »

Frægir Íslendingar sem breyttu um stefnu

09:00 Fjölmargir þekktir Íslendingar hafa öðlast frægð fyrir eitt en haldið svo áfram á allt annarri braut enda aldrei of seint að skipta um starfsvettvang eða skella sér í nýtt nám. Meira »

Missti 15 kíló á þremur mánuðum

06:00 Khloé Kardashian greindi frá því að hún hafi misst 15 kíló síðan hún átti dóttur sína fyrir þremur mánuðum.   Meira »

Heppin með kynlíf á 3 mánaða fresti

Í gær, 23:59 „Jafnvel þó svo að það sé frábært þegar við stundum kynlíf er ég heppin ef eiginmaður minn og ég gerum það einu sinni á þriggja mánaða fresti. Áður fyrr stunduðum við spennandi kynlíf.“ Meira »

Smámunasöm þegar föt eru annars vegar

Í gær, 21:00 Rakel Grímsdóttir hefur flottan og stílhreinan fatastíl. Rakel segist gera miklar kröfur um góð efni og snið og verslar þess vegna sjaldan á netinu. Meira »

Gullfalleg í bláu á bláa dreglinum

í gær Stjörnurnar mættu að sjálfsögðu í bláum fötum þegar búið var að rúlla út bláa dreglinum í London en tilefnið var frumsýning myndarinnar Mamma Mia 2 Meira »

Hugsum hægar í hita

í gær Niðurstöður rannsóknar sem skoðaði áhrif hita á vitsmunalega hugsun benda til þess að við hugsum hægar þegar hitinn er hærri. Meira »

Birkir Már ástfanginn upp fyrir haus

í gær Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson virðist vera jafnástfanginn af eiginkonu sinni, Stefaníu Sigurðardóttur, í dag og hann var fyrir níu árum. Meira »

Leigðu engan venjulegan sumarbústað

í gær Keilusalur og hjólabrettapallur er meðal þess sem er að finna í húsi sem hjónin Beyoncé og Jay-Z tóku á leigu eitt sumar fyrir nokkrum árum. Meira »

Góð ráð til þess að ferðast létt

í gær Það getur verið þægilegt að ferðast aðeins með eina tösku, en það getur einnig verið vandasamt. Hér eru nokkur ráð til að ferðast léttar og gera ferðalagið bærilegra. Meira »

Þú laðar til þín fólk með svipaða orku

í fyrradag Deidre lenti í því að Mac sem hún var að skipuleggja giftingu með sendir henni textaskilaboð um að sambandinu sé lokið. Átta tímum seinna er hann fluttur út. Monica Parikh fer yfir málin og útskýrir hvað fór úr skorðum. Þetta er lokagreinin um málið. Meira »

Missti oft tökin á sumrin

í fyrradag Sara Barðdal hvetur fólk til þess að setja heilsuna og hreyfinguna í forgang, og njóta þannig alls þess besta sem sumarið hefur upp á að bjóða. Meira »

Hóf ferilinn sem stílisti stjarnanna

16.7. Á sumrin er gaman að fara í kjóla og setja við þá stóra fallega fylgihluti. Rachel Zoe kann að stílisera og hanna í anda áttunda áratugarins. Meira »

Segir hárgreiðsluna fara öllum konum vel

16.7. Hárgreiðslumaður Beyoncé, Neal Farinah, hefur greitt söngkonunni í 13 ár og er með á hreinu hvað sé málið í sumar.   Meira »

Brjóstanudd bætir lífsorkuna

16.7. „Í flestum tegundum vestræns nudd er ekki til siðs að brjóst kvenna séu nudduð. Það breytir engu um það að brjóst kvenna eru oftast það svæði líkamans sem þarf mest á nuddi að halda.“ Meira »

25 kíló farin og miklu hressari

16.7. Hafdís Þóra Hafþórsdóttir ákvað að taka lífstilinn í gegn eftir að hún tók þátt í furðufatahlaupi í fyrra með syni sínum.   Meira »

Þetta eiga þau ríku sameiginlegt

16.7. Ríkt fólk á það sameiginlegt að venja sig á ákveðinn lífstíl. Þeir sem njóta ekki jafnmikillar fjárhagslegrar gæfu eiga þó líka sitthvað sameiginlegt. Meira »

Stóru leyndarmálin

15.7. Þvert á það sem margir telja sýna rannsóknir að konur missa áhuga á einkvæni fyrr en karlar, samkvæmt sambands- og kynlífsráðgjafanum Esther Perel. Hún segir jafnframt stóra leyndarmálið vera það að konur eru sjálfhverfari en karlar þegar kemur að kynlífi. Meira »