Bjuggu til jólatré úr klósettburstum

Frænkurnar Sigrún Ella og Þórdís keyptu 85 klósettbursta fyrir klósettburstajólatréð.
Frænkurnar Sigrún Ella og Þórdís keyptu 85 klósettbursta fyrir klósettburstajólatréð.

Frænkurnar Sigrún Ella Sigurðardóttir og Þórdís Ólafsdóttir hafa þann skemmtilega sið að búa til öðruvísi jólatré á aðventunni en Sigrún Ella segir að það sé til þess að stytta biðina eftir jólunum.

Sigrún Ella lýsir þeim sem uppátækjasömum frænkum. „Við gerðum þetta fyrst árið 2014 og settum inn langa sögu á Snapchat. Næsta haust voru mjög margir farnir að spyrja hvernig jólatréð yrði það árið, þá sáum við að fólki fannst þetta skemmtilegt. Við höfum orðið varar við eftirspurn síðustu ár þegar líða fer að aðventunni hvort við hendum ekki í eitt tré eða svo.“

Klósettrúllutré í ár

Í ár bjuggu þær frænkur til tveggja metra hátt klósettrúllujólatré en jólatréð samanstendur af 250 klósettrúllum og 30 eldhúsrúllum. Hugmyndin kviknaði í byrjun september að sögn Sigrúnar Ellu og fengu þær vini og vandamenn til að hjálpa sér að safna klósettrúllum.

Jólatréð í ár var gert úr 250 klósettrúllum og 30 …
Jólatréð í ár var gert úr 250 klósettrúllum og 30 eldhúsrúllum.

Jólatrén fá að standa yfir jólin og í ár fær klósettrúllujólatré að prýða heimili Þórdísar. Sjálf er Sigrún Ella með gervijólatré heima hjá sér og lýsir því frekar eins og skrauti með greinum. „En að sjálfsögðu eyði ég mestallri aðventunni í að heimsækja Þórdísi til að dást að trénu okkar því mikil vinna og hugsun er á bak við hvert tré. Og undirbúningurinn er ekki síðri.“

Fyrsta jólatréð úr smiðju Sigrúnar Ellu og Þórdísar.
Fyrsta jólatréð úr smiðju Sigrúnar Ellu og Þórdísar.

Klósettburstajólatré og latexhanskatré

„Fyrsta árið var málað 2,3 metra hátt jólatré á vegg og það skreytt með stjörnu og kúlum. Það fékk að vera uppi í eitt og hálft ár. Og einnig var hent í lite-bjór-jólatré sem við límdum saman og settum kerti á,“ segir Sigrún Ella um fyrsta árið.

„Annað árið var Latex-hanskatré sem var skreytt með jólakúlum. Það lifði því miður ekki jafn lengi þar sem loftið fór úr. Þannig að þá var bara að bretta upp ermar og ákveða að næsta tré skyldi verða toppað.

Þórdís við latex hanskajólatréð.
Þórdís við latex hanskajólatréð.

Þriðja árið var klósettbusta-jólatré. Við frænkurnar fórum í IKEA einn eftirmiðdaginn og keyptum 85 stykki. Það sem var horft á og við spurðar hvað við værum eiginlega að fara að gera þegar við gengum með fulla körfu af klósettburstum um gangana í IKEA,“ segir Sigrún Ella, sem segir að Þórdís hafi verið fljót að svara að þær væru að fara að opna hótel.

Bjórdósajólatré.
Bjórdósajólatré.

Þórdís vildi endurvinna efniviðinn

Af öllum þessum frumlegu jólatrjám er ekki úr vegi að spyrja hvort þær frænkur eigi sitt uppáhald? „Mitt er það sem við máluðum. Það fékk að vera uppi í eitt og hálft ár,“ segir Þórdís. Sigrún Ella er hins vegar ekki sammála og nefnir nýjasta tréð. „Það heppnaðist mun betur en okkur hefði grunað,“ segir hún.

Þórdís segir að helsti munurinn á venjulegum jólatrjám og þessum heimatilbúnu sé að það fari færri jólaseríur á þau og þar af leiðandi minnki rafmagnsnotkun. Sigrún Ella bætir því við að umhverfisvitund Þórdísar frænku sinnar hafi aukist á undanförnum árum og vildi hún því reyna að gera tré úr einhverju sem væri hægt að endurvinna í ár.

„Ef hún geymir þetta ekki þangað til á næsta ári mun hún taka hverja rúllu fyrir sig, reyna að fjarlægja límið og endurvinna pappann. Það eru margir sem mega taka hana til fyrirmyndar í umhverfismálum, jörðin er sameign okkar allra,“ segir Sigrún Ella að lokum.

Frænkurnar bjuggu til páskastól fyrir mömmu Sigrúnar Ellu. Mömmu hennar …
Frænkurnar bjuggu til páskastól fyrir mömmu Sigrúnar Ellu. Mömmu hennar fannst þetta vera ljótasta páskaskraut sem hún hafði séð.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál