Jólagjafir fyrir þá sem eiga allt

Það er erfitt að finna gjöf fyrir þá sem eiga …
Það er erfitt að finna gjöf fyrir þá sem eiga allt. Getty Images

Flestir kannast við orðatiltækið sælla er að gefa en þiggja. Það á þó ekki endilega við, enda oft mikill hausverkur að finna gjöf fyrir þá sem eiga allt. Hér að neðan eru nokkrar hugmyndir að gjöfum sem halda áfram að gefa og henta þeim sem vantar ekkert.

Matgæðingar hoppa eflaust hæð sína við að fá gjafabréf á …
Matgæðingar hoppa eflaust hæð sína við að fá gjafabréf á námskeið hjá Salt eldhúsi. Þar er boðið upp á ýmiskonar lystaukandi námskeið, til að mynda má læra að útbúa smárétti frá Mið-Austurlöndum, indverska grænmetisrétti eða fágaðar éclairs-kökur. Þá geta fróðleiksfúsir einnig fullkomnað steikina eða lært að gera gómsætar sósur. Salt eldhús, 5.000 – 18.900 kr.
Éclairs-kökur eru ljúffengar með eindæmum.
Éclairs-kökur eru ljúffengar með eindæmum. Getty Images
Eftir allt átið, steikurnar og konfektið sverja margir þess dýran …
Eftir allt átið, steikurnar og konfektið sverja margir þess dýran eið að koma sér í form um leið og nýja árið gengur í garð. Sumir þurfa svolítið spark í rassinn, en grunnnámskeið í Crossfit er frábær leið til að koma sér af stað í ræktinni. Crossfit Reykjavík, 24.995 kr.
Maður getur alltaf á sig bókum bætt. Áskrift að góðu …
Maður getur alltaf á sig bókum bætt. Áskrift að góðu lesefni er tilvalin gjöf fyrir lestrarhestinn í fjölskyldunni. Bókaklúbburinn Neon gefur út fimm sérvaldar bækur á ári, sem eru sendar heim að dyrum. Bjartur bókaforlag gefur út, en bókin kostar 2. 980 kr.
Dansnámskeið er stórskemmtileg gjöf sem heldur áfram að gefa. Í …
Dansnámskeið er stórskemmtileg gjöf sem heldur áfram að gefa. Í Kramhúsinu má sækja ýmis stórskemmtileg námskeið, svo sem í afró-, Beyoncé-, Bollywood-, og magadönsum, eða tangó. Tilvalin gjöf fyrir hressa einstaklinga sem eiga allt. getty images
Íslendingar eru þekktir fyrir að vera kaffiþyrstir með eindæmum, en …
Íslendingar eru þekktir fyrir að vera kaffiþyrstir með eindæmum, en tedrykkja hefur þó verið að sækja í sig veðrið undnafarið. Áskrift að hágæða tei er góð gjöf fyrir þá sem vilja víkka út sjóndeildarhringinn og smakka nýtt te í hverjum mánuði. Tefélagið, verð frá 5.610 kr.
Þekkir þú upprennandi plötusnúð? Hljóðheimar bjóða upp á námskeið fyrir …
Þekkir þú upprennandi plötusnúð? Hljóðheimar bjóða upp á námskeið fyrir þá sem vilja læra að þeyta skífur. Hljóðheimar, 45.000 kr. Getty Images
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »