Jólagjafir fyrir heilsudrottningar

sandsun,ThinkstockPhotos

Guðrún Kristjánsdóttir, einn af eigendum Systrasamlagsins, tók saman lista yfir heillandi jólagjafir fyrir þá sem vilja njóta.

Jólin, og ekki síst komandi áramót, eru tækifæri til að njóta án þess að þjóta og líka sá tími ársins þar sem við endurmetum lífið og tilveruna. Systrasamlagið hefur haft þann háttinn á að bjóða upp upp á öðruvísi aðventu- og jólagjafir. Í ár verður engin breyting á. Eftir að Systrasamlagið sviðsetti hina frábæru íslensku hönnun flothettuna kemur sjálfsagt fátt á óvart. Í beinu framhaldi af okkar djúpu vatnapælingum eiga að okkar mati gimsteinar og vatn sviðið annó 2018.

En við þurfum líka að passa upp á meltinguna, viðhalda „hygge“ og liðleika og huga að því að halda nöglunum vel snyrtum, án eiturs.

Hér eru nokkrar heilsusamlegri aðventu- og jólapælingar að hætti systra.

Demantur drykkjarílátanna

Þeir sem hafa áhuga á fíngerðari blæbrigðum lífsins vita auðvitað að gimsteinar náttúrunnar, eða náttúrusteinar, búa yfir einstökum eiginleikum til draga í sig og miðla orku. Jafnvel vísindamenn hafa sýnt fram á að hægt sé breyta formgerð vatns með heilandi náttúrusteinum (já, og af hverju ganga sum úr?). Þetta vissu Grikkir til forna og nýttu sér óspart. Nú er þessi forna viska aftur flotin upp á yfirborðið og enginn hefur stúderað vatn betur en dr. Masarau Emoto sem skrifaði metsölubókina The Hidden Messages in Water sem lengi vermdi topplista New York Times. Hann breytti sýn heimsins á vatn.

Þeir sem hafa unnið hvað fallegast úr hugmyndinni um vatn og gimsteina eru þýsk/austuríska fyrirtækið VitaJuwel sem gerir það í samvinnu við glerlistamenn í þýsku ölpunum og vísindamenn. Útkoman er sannur demantur eða ný tegund vatnsflösku sem er bæði gaman og gott að drekka úr.

Nýju vatnsflöskurnar, sem eru vitanlega gullfallegar, eru úr gæðagleri og hlaðnar jákvæðum gimsteinum sem sagðir eru geta breytt kranavatni í tært lindarvatn, líkt og við séum á fjöllum að drekka beint úr tærum læk.

Vatnsflöskurnar eru með mismunandi steinum og blöndum. T.d. er ein með rósakvartz sem styrkir hjartastöð, önnur færir jafnvægi, enn önnur ýtir undir almenna velgengni og svo er líka hægt að fá blöndu af mörgum góðum gimsteinum sem hafa alls konar skemmtileg áhrif.

Engin eftirsjá

Nailberry-naglalökkin hafa verið valin í hópi bestu vegan naglalakka heims. Í alvörunni; hver vill ekki fremur VEGAN naglalakk, ef það er ekki bara gott heldur jafnvel betra! Nailberry er að segja má eina vegan hátískunaglalakkið. Laust við 12 skaðlegustu efnin sem jafnan er að finna í naglalökkum. Litaúrval Nailberry er líka breitt og skemmtilegt en ef við þrengjum það niður er No regrets í raun eini liturinn sem er nauðsynlegur í vetur. Án eftirsjár.

Lífsbjörgin um jólin

Allir þurfa að hafa mikið af magasýru. Sérstaklega um jólin. Magasýran brýtur niður prótínin í matnum og er nauðsynleg til að jóna steinefnin; magnesíum, kalsíum, járn og annað svo líkaminn geti tekið þau upp. Góð magasýra er líka nauðsynleg til að líkaminn geti unnið B12 úr matnum. Magasýran er í raun fyrsta vörn líkamans gegn bakteríum, sveppum og vírusum sem berast ofan í maga. Mikil og góð sýra drepur þessar örverur. Betaine HCL með gentian-rót (maríuvandarrót) frá Viridian inniheldur 650 mg af HCL (magasýrunni) ásamt gentian-rótinni sem ýtir undir framleiðslu magasýru og meltingarensíma.

Gullna mjólkin

Jógarnir fullyrða að gullna mjólkin, „Haldi Ka Doodh“, þeirra frægasta framlag til drykkjarmenningar, geri sjaldan meira gagn en einmitt um jólin. Þegar dagleg rútína fer úr skorðum og við borðum meira en venjulega. Kúrkúmín-verðlaunaheilsudrykkurinn frá Viridian inniheldur túrmerikkraft, kardimommur, chili, kanil, engifer og vanillu. Allt það sem kveikir meltingareldinn og kemur sér vel fyrir svefninn eftir allar veislurnar.

Þú blandar ½ teskeið út í mjólk að eigin vali, hitar og drekkur. Lífið verður talsvert þægilegra um hátíðarnar.

Hygge-jógajól

Í dag eru engin jól án jóga og hyggehornið þarf að vera huggulegt. Þá er nauðsynlegt að eiga goðsögnina innan jógaheimsins sem er Manduka PRO-jógadýnan. Það er hin eina sanna eilífðardýna og veröld út af fyrir sig. Bara það eitt að horfa á hana í hyggehorninu fær fólk til að slaka á. Síðan eru það allir fylgihlutirnir. T.d. hugleiðslu- og ýmiss konar slökunarpúðar sem – ef maður kann að nota þá – hjálpa okkur að ná ennþá dýpri hvíld í hyggehorninu. Síðan fer að verða spurning um hvenær það mun þykja sjálfsagt að mæta með hugleiðslupúðann í messu? Kannski næst?

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál