Eyrnatappar bjarga jólamáltíðinni

Berglind Pétursdóttir hlustar á góð jólalög í desember ásamt hundinum …
Berglind Pétursdóttir hlustar á góð jólalög í desember ásamt hundinum sínum Hófí. mbl.is/Árni Sæberg

Berglind Pétursdóttir byrjar helst ekki að hlusta á jólalög fyrr en í desember. Á milli þess sem Berglind skemmtir fólki í sjónvarpinu á föstudagskvöldum vinnur hún á auglýsingastofu sem gerir það að verkum að sleðabjölluhljómur fær stundum að óma í vinnunni fyrir jólamánuðinn.

„Þegar maður vinnur á auglýsingastofu eiga jólin það nefnilega til að banka upp á mörgum mánuðum fyrr,“ segir Berglind sem segist komast í jólaskap um leið og fyrsta snjókornið fellur til jarðar.

Berglind, sem getur verið í miklu jólaskapi í marga mánuði, leyfir hátíðleikanum að ráða ríkjum þegar jólin ganga í garð á aðfangadagskvöld. „Við hlustum á Útvarp Reykjavík, gleðileg jól og kirkjuklukkurnar. Síðan setur maður bara í sig eyrnatappa til að geta borðað í friði fyrir æstum börnum,“ segir Berglind.

Berglind tók saman lista af nokkrum jólalögum sem hún mælir með. 

Þú komst með jólin til mín - Björgvin Halldórsson og Ruth Reginalds

„Þetta er besta jólalagið. Ég mæli með að drekka nokkra jólabjóra, hlusta svo á lagið og reyna að fá ekki kökk í hálsinn. Ekki hægt.“

Fyrir jól - Purumenn

„Skemmtileg ábreiða af einu sérkennilegu en mjög skemmtilegu jólalagi.“

Það snjóar - Sigurður Guðmundsson

„Það snjóar bara og snjóar en samt heldur hann heilög jól.“

Happy Xmas (War Is Over) - John Lennon

„Þetta er ómissandi.“

Real Love - Tom Odell

„Kannski ekki beint jólalag en það var notað í frægri jólaauglýsingu og er einstaklega angurvært.“

The Secret of Christmas - Ella Fitzgerald

„Jólin snúast ekki um hvað við gerum á jólunum, heldur jólalegu hlutina sem við gerum allt árið um kring.“

Last Christmas - Wham

„Ég dýrka George Michael og ég dýrka þetta lag.“

Christmas Time is Here  - Vince Gueraldi Trio

„Ég horfi alltaf A Charlie Brown Christmas um jólin og þetta lag er bara allt of sætt.“

Christmas (Baby please come home) - Mariah Carey

„Ég hélt að All I Want for Christmas væri besta jólag Maríu Carey, en svo heyrði ég þetta og skipti strax um skoðun.“

AuldLangeSyne - Snorri Helgason 

„Af hinni stórkostlegu jólaplötu Hvíld og ró. Ég hvílist og róast bara við að hugsa um hana.“

Snorri Helgason.
Snorri Helgason. Morgunblaðið/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál