Gjafirnar eru oft komnar út í vitleysu

mbl.is/Guðlaug Dagmar

Guðlaug Dagmar Jónasdóttir er mikið jólabarn en hefur þá reglu að byrja ekki fyrr en í byrjun desember að undirbúa jólin. 

Hvað kemur þér í jólaskap?

„Að baka jólasmákökurnar og hlusta á jólalög kemur mér alltaf í jólaskap og svo auðvitað öll jólaljósin. Ég var í Barcelona fyrir tveimur árum í kringum jólin og ég hef aldrei komist í jafn mikið jólaskap og þar. Ætli það hafi ekki verið að hluta til vegna þess að það var ekkert jólastress. Við röltum um borgina sem var svo fallega skreytt og jólatónlist á torgunum, svo rölti ég um jólamarkaðina með kaffibollann. En jólamarkaðurinn í Barcelona er mjög stór og skemmtilegur. Það kom mér á óvart hvað allt var jólalegt þar þó að það væri enginn snjór,“ segir Guðlaug.

Hvað finnst þér ómissandi að gera á aðventunni?

„Mér finnst alltaf mjög gaman að taka rölt niður Laugaveginn og skoða bæinn og jólaskrautið í búðunum og setjast á kaffihús í einn bolla,“ segir hún.

Guðlaug játar að hún sé töluvert jólabarn.

„Mér finnst jólin mjög notalegur tími og flest í kringum jólin. Mér finnst samt gjafirnar oft komnar út í vitleysu og fólk of mikið að stressa sig á því. Ég held að fólk myndi njóta jólanna betur ef gjafastressið væri minna. Ég gef reyndar bara gjafir til þeirra nánustu svo þær eru ekki of margar.“

Hvenær byrjar þú að undirbúa jólin?

„Ég spái ekki mikið í það fyrr en í desember eða í kringum fyrsta í aðventu. Ég er kannski búin að grípa nokkrar jólagjafir í nóvember en annars skreyti ég ekki fyrr en í desember og er oft að baka bara rétt fyrir aðfangadag.“

Hvað finnst þér best við jólin?

„Ég hlakka alltaf til að borða góðan mat og vera með fjölskyldunni.“

Uppáhaldsjólalagið?

„So Merry Christmas með Celine Dion er alltaf fallegt og Þú komst með jólin til mín með Björgvini Halldórs og Svölu.“

mbl.is/Hanna Andrésdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál