Þolið fyrir óþolandi jólalögum að aukast

Haraldur Freyr Gíslason segir jólalögin skelli á hvort sem honum …
Haraldur Freyr Gíslason segir jólalögin skelli á hvort sem honum líkar betur eða verr. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tónlistin er aldrei langt undan hjá Haraldi Frey Gíslasyni en hún leikur til að mynda stórt hlutverk í nýrri barnabók hans, Bieber og Botnrassa. Gamli rokkarinn er aðeins byrjaður að mýkjast og segir að þol sitt fyrir óþolandi jólögum hafi aukist með árunum.

Gleðin og friðurinn kemur Haraldi í jólaskap. „Þegar allt dettur í dúnalogn eftir að hvirfilbylur jólabrjálæðisins hefur feykt öllum um koll, lognið á eftir storminum,“ segir Haraldur. Hann vill þó ekki viðurkenna að hann byrji sjálfviljugur að hlusta á jólalög fyrir jólin heldur skelli þau á hvort sem honum líkar betur eða verr.

„Eins sjálflægt og það hljómar þá á Ave María í flutningi Botnleðju sérstakan stað í mínu hjarta. Það er svo brothætt að maður bíður alltaf eftir því að það brotni í þúsund mola og brotin kastist í allar áttir,“ segir Haraldur um uppáhaldsjólalagið sitt en fleiri rokkhljómsveitir eiga lög á jólalagalista Haraldar. 

Silent night - Sufjan Stevens

 „Ef jólin væru rödd þá væru þau röddin hans Sufjan Stevens. Ofurfagurt.“

Það eru ekki alltaf jólin - Þröstur upp á Heiðar

„Sársaukinn og depurðin er áþreifanleg. Það eru nefnilega ekki alltaf jólin.“


A night in Christmastown - Lada sport

„Einfaldlega drulluflott lag. 2:24 af jólum. Jólin þurfa ekki alltaf að vera löng.“

Landslide - Smashing pumkins

„Held að þetta sé ekki jólalag. Þegar ég fór að leita að jólalögum til að fylla þennan lista fann ég þetta lag á jólaplötu í flutningi Fleedwood Mac sem er upprunalegur flytjandi lagsins. Fallegt lag.“

Happy Xmas (War Is Over)  - John Lennon

„Stríðið er búið ef þú vilt það. Það þarf ekki að segja meir.“

For - C Duncan

„Þetta er ekki jólalag en það voru jól þegar ég hlustaði fyrst á plötu C Duncan, Architect, og alltaf þegar ég hlusta á hana minnir hún mig á jólin.“

Christmastime - The smashing pumkins

„Jólabjöllur, fiðlur og og skemmtilega pirrandi rödd Billy Corgan gerir galdurinn.“

Christmas in Hollis - Run-DMC

„Rapp af gamla skólanum um jól í Queens í New york. Saxófónn og plöturispun er klikkað kombó.“


Fleet foxes - White winter hymnal

„Ekki heldur jólalag í bókstaflegum skilningi en þetta eru jólin fyrir mér.“

Ave María - Botnleðja

„Mjög svo sjálflægt val. Fór frá því að þola ekki þennan flutning í að elska hann. Það er breið spönn.“

Botnleðja gerði sína útgáfu af Ave María.
Botnleðja gerði sína útgáfu af Ave María. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál