Öll jólabörn heimsins geta byrjað að telja niður

Ertu mesta jólabarn í heimi og hlakkar til þess að telja niður dagana með fullan munninn af nammi? Ef svo er þá er þetta eitthvað fyrir þig því jóladagatal frá Lakrids by Bülow er mætt í forsölu í Epal. 

Dagatalið í ár er fyllt með gourmet lakkrís á heimsmælikvarða. Á bak við hvern glugga er ljúffeng lakkrísupplifun og er eitthvað sem alvöru lakkrísunnendur geta ekki látið framhjá sér fara. 

Hægt er að fá tvær tegundir af lakkrísdagatalinu, eða einstaklings og fjölskyldu. Fjölskyldudagatalið er miklu stærra og veglegra. Og ef þú vilt vera í almennilegri sykurmarineringu í desember þá er það án efa málið. 

mbl.is