Jólin verða hvít hjá Jennifer Lopez

Jennifer Lopez segist ekki vera nein prímadonna en kann að …
Jennifer Lopez segist ekki vera nein prímadonna en kann að gera hlutina þannig að eftir er tekið. mbl/AFP

Jennifer Lopez er þekkt fyrir það að taka hlutina alla leið. Það virðist eiga við jólin líka. Ef marka má ljósmyndir sem birtust nýverið af henni, þá verða jólin hvít og silfurlituð á þessu ári. 

Lopez hefur löngum verið leiðandi í tísku og hönnun. Eins og ljósmyndirnar sýna er einstaklega fallegt að vera með silfurlitað jólatré og hvítt skraut. 

Hvítur fatnaður er alltaf jólalegur og eins og sjá má lítur Lopez einstaklega vel út. 

Í fyrra valdi Lopez grænt tré og rauðan lit sem var aðeins hlýlegra og minna áberandi. 

mbl.is