Óttastu einveruna á jólum?

Af hverju ekki að skreyta aðeins meira um jólin?
Af hverju ekki að skreyta aðeins meira um jólin? mbl.is/Colourbox

Á vef Los Angeles Times má finna áhugaverða umfjöllun um heilræði fyrir þá sem óttast einveru á jólunum. Það er nokkuð víst að fólk getur farið að hittast í meira mæli á páskunum á næsta ári, en þangað til má ætla að allir verði að takast á við það að vera meira með sjálfum sér en áður.

Hugaðu að þér

Hver veit nema jólin á þessu ári verði til þess að fólk endurhugsar jólin fyrir framtíðina. Að vera með fólki sem er með aðrar hugmyndir og gildi getur tekið á taugarnar. Þú ert þinn besti vinur, svo af hverju ekki að leggja rækt við þig á þessu ári?

Draumajólin þín

Jólin í ár ættu að snúast um að horfa á góðar kvikmyndir, borða góðan mat, huga að heilsunni og fara í góða göngutúra. Fyrir þá sem vilja halda í að hitta alla þá sem þeir eru vanir að hitta á jólunum þá má alltaf hitta fólk í gegnum síma eða tölvuna. Að elda saman og taka upp pakkana þarf ekki endilega að vera gert á sama heimili. 

Það má hittast úti

Eitt er víst; enginn ætti að sleppa því að skreyta heima hjá sér. Eins geta góðir göngutúrar með fólkinu sem maður elskar gert kraftaverk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál