Britney byrjuð að skreyta fyrir jólin

Britney Spears er byrjuð að skreyta fyrir jólin.
Britney Spears er byrjuð að skreyta fyrir jólin. AFP

Tónlistarkonan Britney Spears er byrjuð að skreyta fyrir jólin. Spears birti mynd af fullskreyttu risastóru jólatré í stofunni hjá sér fyrir helgi. Í dag eru 67 dagar til jóla. 

Í færslunni á Instagram tjáði tónlistarkonan sig um töluvert alvarlegri málefni en jólin og talaði meðal annars um hversu illa fjölskylda hennar hefði komið fram við hana undanfarin 13 ár. 

Af þeirri ástæðu ákvað hún að skreyta, því hvers vegna ekki, eins og hún komst að orði í færslunni. „Ég trúi að það sé góð hugmynd að finna hvaða ástæðu sem er til að finna aðeins meiri gleði,“ skrifaði Spears við myndina. 

Jólatré Spears er ótrúlega fallegt og skreytt með hvítum kúlum, gylltum borðum og með ljósri seríu. Á toppinum er bleik skreyting. mbl.is