Brynjar opnar sig um forsíðu jólablaðsins

Brynjar Níelsson hrökk í kút þegar hann sá forsíðu jólablaðs …
Brynjar Níelsson hrökk í kút þegar hann sá forsíðu jólablaðs Morgunblaðsins í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Brynjar Níelsson, fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem í dag prýðir forsíðu jólablaðs Morgunblaðsins segist í færslu á Facebook hafa hrokkið í kút þegar hann sá forsíðuna í morgun. Enn fremur segir hann að Soffía frænka, sem gera má ráð fyrir að sé eiginkona hans Arnfríður Einarsdóttir, dómar við Landsrétt, hafi verið flutt með hraði á bráðadeildina. 

Ástæðuna segir Brynjar vera að þetta sé fyrsta myndin sem náðst hefur að honum skælbrosandi síðan hann var 6 mánða gamall óviti. 

Þá leiðrétti Brynjar einnig þann misskilning að dónalegsetning sé á jólapeysunni sem hann klæðist á forsíðunni. 

„Af gefnu tilefni er rétt að taka fram að textinn framan á jólapeysunni er ekki þekkt blótsyrði á ensku heldur stendur þar GO PLUCK YOURSELF. Rétt er einnig að taka fram að það er fátt satt og rétt sem fram kemur í viðtalinu nema sagan þegar ég hitti jólaveininn,“ skrifar Brynjar. 

Gústaf Níelsson, sagnfræðingur og bróðir Brynjars, gefur þó lítið fyrir að mynd hafi ekki náðst af bróður hans skælbrosandi síðan hann var ungbarn. „Þú ert nú meiri lygalaupurinn. Ég á margar myndir af þér skælbrosandi á öllu aldursskeiði,“ skrifar Gústaf í athugasemd við færsluna. 

mbl.is