Jólafólkið sem lýsir upp tilveruna

Marta María Winkel Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála mbl.is.
Marta María Winkel Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála mbl.is. Ljósmynd/Kári Sverriss

Hátíðahöld kalla fram allskonar tilfinningar hjá fólki. Sumir verða algerlega andsetnir þegar fyrstu jólalögin fara að heyrast og fólk fer að plana „jólahlabba“, en til er annar hópur af fólki sem elskar jólin og allt sem þeim fylgir.

Þetta er fólkið sem byrjar að undirbúa jólin á meðan við hin erum ennþá í sumarfríi. Það fer að skoða jólagjafir á heitasta tíma ársins og stuttu síðar er það búið að ákveða nákvæmlega hvernig það ætlar að marinera jólaöndina þetta árið, hvað það ætlar að hafa í meðlæti og hvernig vegan-rétt það ætlar að borða á jóladag. Þessi hópur er búinn að taka frá borð á uppáhaldsveitingastöðunum sínum í desember og hefur raðað fólki niður á daga. Þessi hópur er með skýr markmið um að hafa það sem allra best, sama hvað allir aðrir segja, og helst þurfa jólin að vera örlítið ríkulegri í ár en í fyrra.

Þetta er til dæmis fólkið sem á svo mikið skraut í geymslunni að það getur algerlega skipt um stíl heima hjá sér þegar það byrjar að skreyta. Þetta er líka fólkið sem veit nákvæmlega hvað hægt er að tengja margar jólaseríur saman án þess að rafmagnið fari af hverfinu. Svo skiptir það líka um fatastíl í kringum jólin. „Jólafötin“ eru dregin fram við hátíðlega athöfn og það er vel hugsað um þau. Þau eru með dúskum, jafnvel blikkandi ljósum og kögri. Eina vesenið með þessi föt að þau eru stundum úr 100% akrýl og eiga það til að hnökra en þetta fólk lætur það ekki stoppa sig því það handþvær allt með bros á vör.

Í þessu blaði fáum við innsýn í jólaheim Sigríðar Ásdísar Þórhallsdóttur sem er svo mikið jólabarn að meira að segja baðherbergið heima hjá henni skiptir um ham á dimmasta tíma ársins. Hún hefur alltaf elskað jólin enda fædd í desember og í stað þess að laumast með þetta áhugamál sitt meðfram veggjum deilir hún því með vinum og vinnufélögum. Það gerir það að verkum að í kringum hana er töluvert meira fjör en hjá andsetna fólkinu.

Í samfélagi manna þar sem hver og einn þarf að einbeita sér að því að lifa sinn raunveruleika má ekki smána þá sem eiga jafn glaðlegt áhugamál og að skreyta sig og umhverfið. Gleðin sem fylgir jólaskrauti, jólalögum, jólakökum, jólamat, jólakonfekti, jólameðlæti, jólabókum, jólabjór, jólahári, jólaförðun og jólaöli hressir okkur öll við. Þess vegna hvet ég ykkur til þess að taka þátt í jólagleðinni með þeim sem eru komnir lengra en við hin. Þá verður allt svo miklu skemmtilegra!

HÉR getur þú lesið Jólablað Morgunblaðsins!

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál